Heim
Ýmislegt
Snjóbrettasagan
Fréttir
Snjóbrettamyndir
Linkar
Gestabók
Félagið Frisbí
Leikir
Saga snjóbrettanna

Saga Snjóbrettanna 1929 - M.J. "Jack" Burchett skar út úr gömlu borði eitthvað sem líktist snjóbretti og festi það á lappirnar á sér með leðurólum, allir sem til hans sáu fannst hann vera hálf skrítinn. 1963 - Grunnskólaneminn Tom Sims ákvað að búa til "ski board" í smíðatíma og þótti hann bara nokkuð frumlegur. 1965 - Sherman Poppen, frá Muskegon, Michigan, fann upp "Snurfer" sem leikfang fyrir krakkana sína með því að bolta tvö skíði saman. Poppen fékk einkaleyfi fyrir þessa uppfinningu sína og seldi um 1 milljón stykki af Snurfers í Bandaríkjunum. Poppen skipulagði nokkur mót þar sem keppt var á Snurfers. 1970 - Surfarinn, Dimitrije Milovich fór að renna sér á kaffiteríubökkum með miklum látum niður skíðabrekkurnar í heimabæ sínum, hann fór stuttu seinna að þróa hugmynd að snjóbretti. 1975 - Í Mars hefti Newsweek birtist grein um Milovich og snjóbrettið hans sem hann kallaði "Winterstick." 1977 - Jake Burton Carpenter flutti til Londonderry, Vermont. Þar byrjaði hann að búa til og renna sér á snjóbrettum. Jake opnaði fyrstu snjóbrettaverksmiðjuna. 1978 - flutti Burton inn í gamalt býli í Manchester og 4-5 manns unnu á býlinu við að búa til, selja og gera við Burton snjóbretti. Jake reyndi hvað hann gat að fá skíðsvæðin til að opna lyftur sínar fyrir snjóbrettin. 1980 opnuðu svæðin í Stratton, Jay Peak, Stowe, Sugarbush og Killington og snjóbrettafólk fékk að nota lyfturnar. 1977 - Mike Olsen bjó til fyrsta snjóbrettið sitt í smíðatíma í skólanum sínum og fór síðan að leika sér með mismunandi útgáfur og form af brettum. Hann ákvað að hætta í skólanum 1984 og stofnaði snjóbrettafyrirtæki sem síðar var þekkt sem Gnu. 1982 - Fyrsta alþjóðlega snjóbrettamótið var haldið í Suicide Six, rétt fyrir utan Woodstock. Keppnin var haldin í brekku sem var kölluð, "The Face." 1985 - Aðeins 39 af 600 skíðasvæðum leyfðu snjóbretti, sama ár stofnaði Tom Hsieh og gaf út fyrsta snjóbrettablaðið sem hét, Absolute Radical. Sex mánuðum seinna breitti hann nafninu úr Absolute Radical, í International Snowboarding Magazine. 1986 - Franski snjóbrettakappinn Regis Rolland fór með hlutverk í myndinni "Apocalypse Snow." Þetta var byrjunin á snjóbrettamenningunni í Evrópu sem síðar fór af stað. 1987 - TransWorld SNOWboarding Magazine og Snowboarder Magazine voru stofnuð. 1994 - Snjóbretti voru viðurkennd sem íþróttagrein af Ólympíunefnd. 1996 - Mike Hatchett frumsýndi snjóbrettamyndina ,TB5, þar sem fram komu menn eins og Noah Salsaneck og Johan Olofson. Myndin var tekin í Alaska. 1998 - Í fyrsta skipti í sögunni var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum. 2000 - Snjóbretti eru ein vinsælasta vetraríþróttin í heiminum í dag og er stunduð af fólki á öllum aldri.